Brottflutningar Íslendinga til annarra landa hefur verið umræddir á síðustu árum. Algengt er að flutningarnir séu raktir til bágs atvinnuástands hérlendis og atvinnuleysis sem jókst eftir bankahrun. Sú mynd af búferlaflutningum og búsetu Íslendinga í útlöndum verður seint kölluð uppörvandi.

Viðskiptablaðið fór á stúfana og leitaði uppi Íslendinga sem starfa erlendis, ýmist innan fjármálageirans, tæknigeirans eða hjá framleiðslufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja verður slík upptalning aldrei tæmandi en getur gefið mynd af þeim fjölbreyttu störfum sem Íslendingar vinna að erlendis, oft í störfum sem ekki er að finna hérlendis. Umfjöllunina í heild er að finna í Áramótatímariti Viðskiptablaðsins.

Hinrik Már Ásgeirsson
Fyrirtæki: Zynga
Borg: San Francisco
Hefur starfað hjá samskiptaleikjafyrirtækinu Zynga í rúmt ár. Er yfirframleiðandi (e. senior producer) leiks. Hefur það verkefni að samrýma framleiðslu leiks sem unnið er að í allt að fjórum mismunandi tímabeltum. Verkefnið er helst að samrýma mismunandi hópa hugbúnaðarverkfræðinga, tölvuleikahönnuða, listamanna og annarra hópa innan Zynga þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Meðal leikja sem Zynga framleiðir eru FarmVille, CityVille og Texas Hold’em Poker á Facebook.