Ráðgjafafyrirtækið Carbon Trust sem sérhæfir sig í sjálfbærni bar saman kolefnisútblástur þeirra sem horfa á fótboltaleiki heima meðal þátttökuþjóða í Evrópumeistaramótinu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra eru íslenskir áhorfendur með minnstu neikvæðu áhrifin á umhverfið, þökk sé jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum sem svara raforkuþörf landsmanna.

Í öðru sæti F-riðils

Næst á eftir Íslandi í röðinni er Albanía en mestallt rafmagn í landinu er framleitt með vatnsaflsvirkjunum. Næstu tvö í röðinni eru svo Svíþjóð og Sviss.

Eftir úrslit dagsins á mótinu sjálfu er Ísland í öðru sæti F-riðils eftir jafntefli gegn Portúgölum, sem verma þriðja sætið vegna stafrófsröðunnar, með jafnmörg stig. Ungverjaland trónir á toppnum eftir sigur fyrr í dag gegn Austurríki.

Jafnframt sýna niðurstöðurnar að áhorf í gegnum snjallsíma eða önnur snjalltæki hefur mun meiri áhrif á kolefnisbúskapinn en að horfa á í sjónvarpinu vegna meiri rafmagnsnotkunar.

Sjálfbærni býr til skemmtilega stemmningu

Talsmaður samtakanna, Hugh Jones segir nauðsynlegt að hvort tveggja framleiða meira af orku sjálfbært en jafnframt að orkunotkun verði hagkvæmari: "Í sérhverju landi er auðvelt að draga úr kolefnisfótspori sínu meðan horft er á Evrópumeistarmótið að fólk komi saman í sínu nærumhverfi og horfi á leikinn á sama skjánum með fjölskyldu, vinum og nágrönnum. Þessu fylgir jafnframt sá kostur að búa til mun skemmtilegra stemmningu við að styðja við lið sitt"