Verslanir á höfuðborgarsvæðinu seldu bláber um helgina og nokkrir starfsmenn verslana sögðu í samtali við Morgunblaðið að þau hefðu verið fljót að klárast. Kílóverðið af íslenskum berjum í verslunum um helgina var allt frá 2500 krónum og upp í 4000 krónur.

Horfur á berjasprettu eru misjafnlega góðar. „Það eru ekkert sérstaklega góðar hofur á Suður- og Vesturlandi,“ segir Þorvaldur Pálmason í samtali við blaðið. Hann heldur úti vefsíðunni berjavinir.com þar sem hann fjallar um berjapsrettu.

Þorvaldur hefur fengið góðar fréttir af Vestfjörðum, Austjförðum og telur að Norðurland gæti einnig komið vel út.