Jón Þórir Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska Gámafélagsins, hefur gert samning um kaup á rúmlega 90% hlut í fyrirtækinu. Kaupin eru gerð með aðstoð Saga Capital Fjárfestingabanka og er markmiðið að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Íslenska Gámafélagsins. Jón Þórir mun áfram gegna stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þetta kemur  fram í tilkynningu.

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 og sinnir sorphirðu, flokkun og endurvinnslu sorps, leigu á sérútbúnum bifreiðum, hafnargerð, dýpkun hafna og efnistöku, götuhreinsun og hálkueyðingu á götum auk annarra verkefna.  Starfsmenn fyrirtækisins eru ríflega 200 og nam velta félagsins á síðasta ári var tæpum  2,2 milljörðum króna.

Saga Capital Fjárfestingabanki sölutryggir lánsfjármögnun og hlutafé vegna kaupanna með það að markmiði að styðja við frekari uppbyggingu fyrirtækisins, einkum á sviði sorphirðu, flokkunar og endurvinnslu sorps. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar