Þjóðnýting íslenska ríkisins á Glitni eru “klárlega ekki góð tíðindi” að mati Sunil Kapadia, sérfræðingi hjá UBS. Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir Kapida að íslenski bankageirinn eigi við meiriháttar vandamál að etja þegar kemur að gæðum eigna í lánasafninu þeirra. Þar af leiðandi er mikil áhætta á að staðbundin vandamál í geiranum leiði útfrá sér.   Dow Jones hefur ennfremur eftir Kapida að það sé mikil áhætta á því að íslenska ríkið þurfi að setja meira fé í fjármálakerfið og þar af leiðandi hafi það misst af góðu tækifæri til þess að styrkja gjaldeyrissjóðinn undanfarna sex mánuði þar sem að ljóst er að ástandið eigi eftir að versna.   Sama fréttaveita hefur eftir sérfræðingum RBC Capital Markets að staða Glitnis hafi verið veikust af íslensku bönkunum. Þeir segja ennfremur að það kæmi ekki á óvart að Glitnir myndi á endanum sameinast annaðhvort Kaupþing eða Landsbankanum.