Í kjölfar árshelmingsuppgjöra íslensku bankanna örlar nú á jákvæðri umfjöllun um þá í erlendum fjölmiðlum.

Financial News Online, sem er undirsíða Dow Jones, segir í dag íslensku bankana standa styrka sem kletta eftir fyrri helming ársins.

Afkoma þeirra hafi verið framar væntingum, og þrátt fyrir ýmsar þrautir og efnahagslífið og bankakerfið hefur gengið í gegnum á síðustu sex mánuðum sé afkoman traustvekjandi.