Hagkerfi heimsins eru misjafnlega í stakk búin til að takast á við hugsanlegan samdrátt í alþjóðahagkerfinu. Sumir sérfræðingar telja að hagkerfi á borð við það íslenska sé sérstaklega viðkvæmt fyrir niðursveiflunni og sé þar með í hópi með hagkerfum Tyrklands og Rúmeníu

Fréttaveitan Dow Jones Newswires gerði á dögunum ástandið í hagkerfum Rúmeníu, Tyrklands og Íslands að umfjöllunarefni.

Voru þau tekin sem dæmi um þau hagkerfi sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir ástandinu í alþjóðahagkerfinu en þau eiga það sameiginlegt að gengi gjaldmiðla þeirra fljóta og mikill halli er á viðskiptum við umheiminn – þetta gerir það að verkum að þau eru háð erlendri fjárfestingu til þess að fjármagna viðskiptahallann.

Sem kunnugt er hefur lánsfjárkreppan sem skall á í fyrra gert slíka fjármögnun erfiðari.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .