Bandarísk stjórnvöld hafa neitað Ísraelsmönnum um að fá vopnabúr sem hægt væri að nýta til árása á kjarnorkustöðvar klerkastjórnarinnar í Íran.

Þetta kemur fram í ísraelska dagblaðinu Haaretz og er jafnframt fullyrt að stjórnvöld í Washington hafi ekki gefið ísraelska flughernum grænt ljós á að nota lofthelgi Íraks til árásanna.

Meðal þeirra vopna sem Ísraelsmenn vildu fá eru svokallaðar birgisbombur en þær geta ekki sprengt um mannvirki sem eru djúp í iðrum jarðar.

Tillögurnar voru settar fram í sumar en viðbrögð bandarískra stjórnvalda voru á þá leið að áfram yrði haldið áfram að reyna að leysa deiluna um kjarnorkuáform klerkastjórnarinnar með diplómatískum hætti.