Ítalska ríkið lauk í dag sölu nokkurra skuldabréfaflokka til nokkurra ára upp á samtals 8,2 milljarða evra, jafnvirði um 955 milljarða íslenskra króna. Fyrsti gjalddagi lánanna er eftir tvö ár en þau lengstu gefin út til 14 ára. Lánin sem eru á gjalddaga árið 2016 eru þau ódýrustu sem Ítalir hafa nokkru sinni fengið.

Breska dagblaðið Financial Times segir ávöxtunarkröfuna á stystu bréfin aðeins 1,51% og hefur hún aldrei verið lægri. Þetta þykir vísbending um að alþjóðlegir fjárfestir telji evrusvæðið komið fyrir horn í skuldakreppunni.