Ítalía gæti verið næsta evruríkið til að þurfa á neyðarbjörgun alþjóðastofnana að halda. Landið er stjórnlaust, þ.e. ekki hefur enn tekist að mynda þar ríkisstjórn eftir síðustu þingkosningar. Það gæti leitt til óráðsíu í hagstjórn landsins, að sögn Peter Nedergaard, prófessors í stjórnmálafræðum.

Hann segir í samtali við vef danska dagblaðsins Börsen ekki útilokað að landið þurfi á björgunarláni að halda til að standa við skuldbindingar sínar.

Hann segir m.a. að verði það raunin, þ.e.a.s. að Ítalir óski eftir neyðarláni, þá muni áhrifanna gæta á öll evruríkin.