Í fyrsta sinn í sögunni seldist ítalskt kampavín betur en hið franska, að því er kemur fram á vef Reuters.

Ítalir geta að mestu þakkað kreppunni fyrir árangurinn en franskt kampavín er jafnan mun dýrara en önnur. Alls voru seldar 380 milljón flöskur af ítölsku kampavíni, um 10 milljón fleiri flöskur en seldust af frönku víni.

Segir í frétt Reuters að mikill rígur hafi einkennt samkeppni á milli ítalskra og franskra kampavínsframleiðenda.