Moody´s lækkaði seint í gærkvöldi lánshæfismat á ítölsk ríkisskuldabréf um tvö stig, í Baa2 úr A3. Horfurnar eru áfram neikvæðar. Ríkisskuldabréf landsins eru því tveimur stigum frá ruslflokki.

Ástæða lækkunarinnar er sú að matsfyrirtækið telur að Ítalía muni eiga erfiðara með að fjármagna sig og takist það, mun það vera á verri kjörum.

Álag á ríkisskuldabréfin hefur hækkað lítillega í morgun en ríkissjóður Ítalíu hyggst bjóða út skuldabréf að andvirði 5,25 milljarða evra í dag.