*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 8. september 2018 12:07

Jack Ma lætur af störfum

Stofnandi Alibaba mun láta af starfi stjórnarformanns á mánudag til að einbeita sér að góðgerðarmálum.

Ritstjórn
epa

Jack Ma, stofnandi og stjórnarformaður kínverska netverslunarrisans Alibaba mun láta af starfi stjórnarformanns hjá félaginu á mánudag að því er kemur fram í frétt New York Times. Ástæða þess að fyrrverandi enskukennarinn hyggst láta af störfum er hann hyggst einbeita sér nánar að góðgerðastörfum þá sérstaklega á sviði menntamála.

Ma sem er ríkasti maður Kína mun þó ekki alveg hætta afskiptum af fyrirtækinu en hann mun áfram sitja í stjórn þess. Ma stofnaði fyrirtækið árið 1999. Þegar félagið var skráð á markað í kauphöllinni í New York árið 2014 var það stærsta skráning á markað í sögunni.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is