Már Guðmundsson segir vel mega íhuga hvort vaxtahækkun Seðlabankans hafi verið of lítil og hvort hún hafi komið of seint. Hann segir söguna þó verða að leiða í ljós. Sömuleiðis segir hann vel hugsanlegt að vextir hefðu verið hækkaðir meira ef óvissa hefði ekki verið til staðar í heimshagkerfinu. Þessi ummæli Más komu sem svar við spurningu á fundi hans og aðalhagfræðings bankans með blaðamönnum og sérfræðingum.