Breski lúxusbílaframleiðandinn Aston Martin er 100 ára nú í ár og heldur uppá afmælið meðal annars með afmælisútgáfum af flestum sínum bílgerðum.

Aston Martin mun framleiða 100 bíla af hverri gerð Vantage, DB9, Rapide og Vanquish í sérstakri afmælisútgáfu. Bílarnir verða merktir í númararöð og í hverjum bíl verður skjöldur sem tiltekur raðnúmer hans. Bílarnir verða með svipaða leðurinnréttingu og er í Aston Martin One-77 Volante, með stöguðu leðri og silfurtvinna.

Afmælisútgáfurnar  verða með alls kyns spennandi aukadóti eins og tveimur Bang & Olufssen heyrnatólum, tveimur bíllyklum úr gleri og þeim fylgja einnig ermahnappar, pennar úr silfri og fleira glingur sem allt er merkt Aston Martin og eigendurnir geta státað af.

Víst er að afmælisútgáfurnar verða dýrari en venjulegir Aston Martin bílar. Vafalaust verður aðeins á færi efnameira fólks að festa kaup á þeim.

Hér má sjá nokkrar gerðir bíla Aston Martin.

Aston Martin Vanquish
Aston Martin Vanquish
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Aston Martin Vanquish

Aston Martin Vantage
Aston Martin Vantage
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Aston Martin Vantage

Aston Martin DB5 sem Paul McCartney átti.
Aston Martin DB5 sem Paul McCartney átti.
Aston Martin DB5 sem Paul McCartney átti á sjöunda áratug síðustu aldar.

James Bond í Skyfall.
James Bond í Skyfall.