Hlutabréf í Japan hækkuðu umtalsvert í nótt og endaði Nikkei vísitalan japanska í 11.113,95 stigum eftir að hafa hækkað um 2,28% yfir daginn.

Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,83% og ASX vísitalan í Ástralíu um 0,17%.

Hækkanirnar í Japan má rekja annars vegar til þess að gengi jensins hefur veikst og þá hafa áhyggjur fjárfesta af skuldavanda evruríkjanna minnkað.