Hlín Einarsdóttir játaði því að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem var á þeim tíma forsætisráðherra Íslands. Hlín ásamt systur sinni, Malín Brand voru ákærðar fyrir verknaðinn. Malín neitar hins vegar samverknaði en játar hlutdeild. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins .

Ákæra á hendur systrunum er í tveimur liðum. Þær eru bæði kærðar fyrir að hafa kúgað 700 þúsund krónur af manni með hótunum um að Hlín myndi kæra hann fyrir nauðgun. Í öðru lagi eru þær ákærðar fyrir að hafa sent fyrrverandi forsætisráðherra tvö bréf til að kúga fé út úr honum. Meint brot þeirra systra getur varðað nokkra ára fangelsisvist.