Japanska jenið lækkaði í dag gagnvart sextán helstu viðskiptagjaldmiðlum heims. Lækkunin er rakin til aðgerða í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir aukið tap vegna undirmálslána á bandarískum húsnæðismálamarkaði. Lækkun jensins var mest gagnvart gjaldmiðlum Suður Afríku og Suður Kóreu, samkvæmt því sem segir á fréttavef Bloomberg.

Hlutabréf á markaði í Asíu hækkuðu í dag eftir lækkunina í gær.

Guodian Corp í Kína, sem er eitt af fimm stærstu raforkufyrirtækjum landsins, hefur uppi áform um að reisa kjarnorkuver í Fujian héraði í suðaustur Kína. Tækibúnaðurinn í kjarnorkuverið verður framleiddur af Toshiba og Westinghouse.

Vísitölur hækkuðu almennt í Asíu í dag. Topix í Tókýó hækkaði um 0,7%, Hang Seng í Hong Kong um 1,6% og Csi 300 í Kína um 2,8%. Ho Chi Ming vísitalan í Víetnam lækkað um 1,3%.