Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover er í viðræðum um að fá rúmlega milljarðs punda lán frá breska ríkinu. BBC greinir frá.

Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið því að bílasala Jaguar Land Rover, sem og annarra bílaframleiðenda, hefur dregist verulega saman. Vegna þessa hefur bílaframleiðandinn átt í viðræðum við stjórnvöld undanfarnar vikur um að fá fjárstuðning frá ríkinu. Á síðasta ársfjórðungi dróst sala Jaguar Land Rover saman um 30%.

Talsmaður breska bílaframleiðandans staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við stjórnvöld, en segir jafnframt að efni viðræðanna sé trúnaðarmál.