Ný stjórn Samtaka gagnavera (DCI) hefur tekið til starfa. Í stjórninni eru Jóhann Þór Jónsson hjá Advania Data Centers sem er formaður stjórnar, Dominic Ward hjá Verne Global og Björn Brynjúlfsson hjá Borealis Data Center. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

DCI (Data Centers Iceland) er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins sem hefur þann tilgang að vinna að stefnu og hagsmunum rekstraraðila gagnavera á Íslandi. Samtökin voru stofnuð 2012. Fyrirtækin sem eru í samtökunum eru átta talsins:

  • Advania Data Centers ehf.
  • Borealis Data Center ehf.
  • Fjarskipti hf.
  • Nýherji hf.
  • Opin kerfi hf.
  • Sensa ehf.
  • Síminn hf.
  • Verne Holdings ehf.

Í stjórn Samtaka gagnavera eru þeir Jóhann Þór Jónsson hjá Advania Data Centers sem er formaður stjórnar, Dominic Ward hjá Verne Global og Björn Brynjúlfsson hjá Borealis Data Center
Í stjórn Samtaka gagnavera eru þeir Jóhann Þór Jónsson hjá Advania Data Centers sem er formaður stjórnar, Dominic Ward hjá Verne Global og Björn Brynjúlfsson hjá Borealis Data Center
© Aðsend mynd (AÐSEND)