*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Fólk 22. mars 2021 16:05

Jóhanna ráðin yfirmaður hjá Landsvirkjun

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftslags og Umhverfis hjá Landsvirkjun.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftlags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jóhanna er sjálfbærniverkfræðingur með meistaragráðu frá Heriot-Watt í Edinborg, en áður lauk hún grunnnámi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Jóhanna, sem er 27 ára, hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2015. Í tilkynningunni segir að verkefni hennar innan fyrirtækisins hafi verið fjölbreytt, en hún hafi unnið í teymi umhverfisstjórnunar síðan 2016.