Halldór Baldursson, skopmyndateiknari, segir það auðveldast að teikna þær persónur sem hann teiknar oftast. „Það er alltaf þannig að forsætisráðherra er aðalpersónan. Um leið og einhver skrifar undir að vera forsætisráðherra þá er hann búinn að taka að sér aðalhlutverkið í skopmyndum.“

Halldór segir erfiðasta að teikna þá sem eru í borgarstjórn. „Það hlýtur að vera eitthvað við borgarmálin sem smitast yfir á smettin á þessu fólki. Gísli Marteinn er undanþeginn. Hann er fínn og mætti hafa sig meira í frammi svo ég geti teiknað hann meira. Hanna Birna er alveg vonlaus og Dagur B. Eggertsson líka.“