Jürgen Stark stjórnarmaður í evrópska seðlabankanum rakti tilkomu Evrópusambandsins og stöðu Íslands gagnvart því . Hann sagði hreinar línur að þjóðir yrðu að vera hluti af bandalaginu ef þær vildu taka upp evruna.

Hann sagði að upptaka evrunnar aðeins hluti af því að ganga í sambandið. Langur ferill sem á að tryggja hnökralausa þátttöku.  Jürgen telur jafnvel hættulegt fyrir ríki að taka upp evru án þess að gagna í Evrópusambandið. Auk þess sem hann sagði að slíkt yrði aldrei samþykkt af ríkjum inn og alfarið á ábyrgð Íslands ef slíkt yrði gert.

Upptaka evrunnar gæti að hans mati haft skammtíma áhrif til bóta en upptaka evrunnar ein og sér leysir ekki vandamál efnahagslífsins á Íslandi.

Íslandi velkomið að gerast aðili að Evrópubandalaginu eftir hefðbundnum leiðum og engin ástæða til að gera það bakdyramegin.