Slæm stemning á evrópskum hlutabréfamörkuðum smitaði út frá sér vestur yfir Atlantshafið við opnun markaða í Bandaríkjunum. Helsta áhyggjuefnið eru lægri hagvaxtartölur bæði í Bandaríkjunum og í Kína.

Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,39%, S&P 500-vísitalan hefur lækkað um 1,59% og Nasdaq-vísitalan hefur farið niður um 1,87%.