Jólasala jókst um 5,5% í Bandaríkjunum í ár frá fyrra ári. Er salan í ár sú mesta á síðustu fimm árum og nam sala, að frátalinni bílasölu, 584 milljörðum dala frá 5. nóvember til 24. desember, samkvæmt fyrirtækinu SpendingPulse sem tekur saman upplýsingar um öll kaup.

Á vef Bloomberg er haft eftir sérfræðingi að aukin sala sé góð vísbending um hvað koma skal árið 2011.