Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafa lagt fram kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem þeir telja sig ekki hafa notið réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma.

Þetta kom fram við þinghald í Baugsmálinu í dag og sagt er frá á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Segja þeir Jón Ásgeir og Tryggvi að málsmeðferð hafa einkennst af geðþótta. Þá var í gær lagt fram mat sérfræðinga á því hvort tölvupóstar sem lagðir hafa verið fram í málinu geti mögulega verið falsaðir.