Ársfundur Orkuveitunnar var haldinn í höfuðstöðvum Orkuveitunnar í dag. Þar kom fram að vel hefði tekist við að rétta úr rekstri Orkuveitunnar síðan að ný stjórn hennar tók við árið 2010. Jón Gnarr, borgarstjóri, setti fundinn og var að vonum ánægður með niðurstöðurnar.

Spurður að því hvort það sé ekki léttir af því að þurfa ekki lengur að hugsa um fjárhag Orkuveitunnar segist Jón svo vera vissulega.

VB Sjónvarp ræddi við Jón.