*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 9. ágúst 2018 11:09

Jón Karl hættir hjá Isavia

Jón Karl Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs Isa­via, hef­ur sagt starfi sínu lausu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Ritstjórn
Jón Karl Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs Isa­via, hef­ur sagt starfi sínu lausu hjá fyr­ir­tæk­inu.
Aðsend mynd

Jón Karl Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs Isa­via, hef­ur sagt starfi sínu lausu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Jón Karl hóf störf hjá Isa­via fyr­ir þrem­ur árum og hef­ur m.a. unnið að hug­mynd­um um breyt­ing­ar á rekstr­ar­formi inn­an­lands­flug­valla, seg­ir í til­kynn­ingu frá Isa­via.

Seg­ir Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, að þó að hug­mynd­ir Jóns Karls um breytt rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag hafi ekki náð í gegn enn þá, sé von­ast til þess að þær nái að hreyfa við fólki og fá það til að hugsa öðru­vísi um rekst­ur flug­valla sem hluta af al­menn­ings­sam­göngu­kerfi. „Mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst í starfstíð Jóns, til að mynda setti ríkið á stofn sjóð til þess að styðja við alþjóðaflug um flug­vell­ina á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum.“

Björn Óli Hauks­son mun sjá um stjórn sviðsins þar til ráðið hef­ur verið í starf fram­kvæmda­stjóra flug­valla­sviðs.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is