*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 13. desember 2007 15:28

Jón Karl hættir og Björgólfur tekur við

Ritstjórn

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur verið ákveðið að Jón Karl Ólafsson láti af störfum sem forstjóri Icelandair og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, taki við af honum. Er gert ráð fyrir að tilkynning verði send út innan skamms.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali af Jóni Karli né Björgólfi í dag. Eftir því sem komist verður næst mun Björgólfur verða ráðinn forstjóri Icelandair Group en í framhaldi þess verður ráðinn sérstakur forstjóri yfir Icelandair eins og samþykktir stjórnar gera ráð fyrir.