Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, er á meðal helstu viðskiptafrömuð Norðurlandanna, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Nordic Business Report . Hann er þar í 16. sæti listans af 20 manns. Efstur á lista er Daniel Ek, einn af stofnendum tónlistarveitunnar Spotify.

Að vali á viðskiptafrömuðunum kemur dómnefnd sem samanstóð af sex hópum með fulltrúum frá bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft, viðskiptaráðum á Norðurlöndunum, endurskoðendaskrifstofu PwC, Junior Achievement - Young Enterprise, TGWA/NOrdic og Fujitsu.

Aðeins tvær konur eru á listanum. Það eru danski frumkvöðullinn Soulaima Gourani og  norska konan Silje Vallestad, stofnandi Bipper.