„Árið einkenndist af áherslum á innviði fyrirtækisins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni forstjóra Össurar í afkomutilkynningu vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs.

Jón segir í tilkynningunin að eitt af helstu verkefnum ársins hafi verið að auka arðsemi og á sama tíma og salan hafi verið minni en gert hafi verið ráð fyrir, hafi arðsemin aukist töluvert.

Nýjar og spennandi vörur væntanlegar í ár

„Á árinu voru þrettán nýjar vörur kynntar á markaðnum og tuttugu teknar af markaði. Á árinu 2009 eru væntanlegar nýjar og spennandi vörur, en aðal áherslan mun vera á hefðbundnar vörur sem falla að núverandi endurgreiðslukerfum. Fjármálakreppan sem nú ríkir í heiminum hefur haft takmörkuð áhrif á starfsemi félagsins, en það á einnig almennt við um heilbrigðisgeirann. Þegar á heildina er litið teljum við að okkur hafi tekist að byggja upp sterkt fyrirtæki og að leggja góðan grunn að áframhaldandi velgengni,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni.