Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur óskað eftir leyfi frá kennslu í nokkrar viku. Vilhjálmur Bjarnason tekur við kennslunni í fjarveru hans, að því er fram kemur í bréfi sem Ingjaldur Hannibalsson, forseti deildarinnar, sendi nemendum á föstudag í síðustu viku.

Jón Snorri var stjórnarformaður og einn eigenda fyrirtækisins Sigurplasts í Mosfellsbæ. Hann keypti reksturinn með fleirum af Plastprenti árið 2007. Fyrirtækið fór í þrot árið 2010 eftir að Arion banki gjaldfelldi 1,1 milljarða króna gengislán fyrirtækisins. Skiptastjóri var skipaður yfir þrotabúið sem nú heitir SPlast hefur höfðað nokkur mál á hendur fyrri eigendum og eru þau mislangt á veg komin í dómskerfinu.

Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi Sigurplast til nýrra eigenda í apríl á síðasta ári.