Fyrsti námshópurinn í Þjónustustjórnun var brautskráður frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í dag. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að miðað við aðsókn í námið sé ljóst að mikil þörf var á námi á borð við þetta.

„Eftir námið hafa nemendur öðlast skilning á þeim sérstöku viðfangsefnum er snúa að undirbúningi, hönnun og framkvæmd þjónustu sem og mati á gæðum hennar. Þeir eru því í stakk búnir að takast á við krefjandi stjórnunarstarf í þjónustufyrirtækjum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þjónustustjórnunarnám HÍ er 36 ECTS einingar á háskólastigi. Kennt er tvisvar í viku utan hefðbundins vinnutíma, en allir nemendur sem brautskráðust í dag sóttu námið samhliða starfi.