Bandaríski bankinn JP Morgan, sem nýlega yfirtók sparisjóðsbankann Washington Mutual,  áætlar nú að segja upp allt að 12 þúsund manns til að ná niður rekstrarkostnaði.

Þetta kemur fram í afkomuspá bankans í dag en bankinn gerir ráð fyrir tapið á rekstri síðasta árs sem nemur um  1 – 1,4 milljörðum Bandaríkjadal á hvern ársfjórðung.

í afkomuspánni er gert ráð fyrir um 100 nýjum útibúum bankans en fyrrnefndar uppsagnir munu helst koma til í höfuðstöðvun bankans, í eignastýringu, á verðbréfasviði, tryggingasviði og svo frv.