Reynslumikill starfsmaður Landsbankans hefur verið rekinn og kærður vegna gruns um fjárdrátt upp á fjórða tug milljóna.

Í fréttinni kemur einnig fram að starfsmaðurinn hafði unnið í lengri tíma í bankanum við bókhald. Einnig fengust þær upplýsingar gefnar að umræddur starfsmaður hefði starfað í höfuðstöðvum Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur.

Ekki er langt síðan að grunur komst upp um hinn meinta fjárdrátt starfsmannsins. En málið er í höndum lögreglu að svo stöddu sem sér um rannsókn málsins.

Málið komst upp í síðustu viku, starfsmönnum deildarinnar var greint frá meintum fjárdrætti síðastliðinn föstudag samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Starfsmaðurinn hefur játað sök í málinu.