Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara á þeim grundvelli að þeir hafi leynt mikilvægum gögnum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. Hann kærir málið til ríkissaksóknara og krefst þess að ofangreint verði rannsakað. Greint er frá þessu á Vísi.

Lýður var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014. Hann var á þeim tíma stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS. Lýður var sakaður fyrir að hafa brotið gegn 104 gr. laga um hlutafélög með því að hafa látið félagið lána Sigurði Valtýssyni rúmlega 58 milljónir króna.