Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,43% í síðasta mánuði en til samanburðar hækkaði hún um 1,1% í júlí. Var það í fyrsta sinn frá því í apríl 2020 sem hún lækkar á milli mánaða en síðan þá hefur vísitalan hækkað að meðaltali um 1,5% á milli mánaða.

Í bréfi til viðskiptavina segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion, að miðað við ágústmælinguna virðist sem komið sé að kaflaskilum á húsnæðismarkaðinum og verðhækkanir undanfarin tvö ár hafi toppað. Útlit sé fyrir að vísitalan muni sveiflast milli mánaða, árstaktur hennar muni falla hratt og raunverðslækkanir líti dagsins ljós.

Lækkunin kom fyrr fram en hún átti von á

Erna segir að það hafi verið viðbúið að íbúðaverð myndi lækka í náinni framtíð en viðurkennir að lækkun vísitölunnar í síðasta mánuði hafi komið sér dálítið á óvart. Verðbólguspár Arion banka hafi gert ráð fyrir fyrstu lækkuninni á milli mánaða í nóvember.

Hún tekur þó fram að vísitalan eigi það til að sveiflast á milli mánaða og því ber að varast að draga sterkar ályktanir út frá einstaka mælingum. Vísitalan hafi sem dæmi lækkaði einu sinni milli mánaða árið 2017, tvisvar árið 2018 og tvisvar árið 2019 án þess að leiðrétting í gegnum verðlækkun á ársgrundvelli hafi átt sér stað.

Þá megi rekja lækkunina í ágúst einvörðungu til sérbýlis, sem lækkaði um 2,4% í verði milli mánaða eftir að hafa hækkað um 3,7% milli mánaða í júlí. Sveiflurnar séu alla jafna meiri þegar kemur að sérbýli, enda færri og fjölbreyttari eignir sem standa þar að baki.

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion.
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði