,,Kaldbakur er ekki búinn að kaupa Tryggingamiðstöðina en að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið," var það eins sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Kaldbaks, vildi láta eftir sér hafa. Í Morgunblaðinu í morgun var því haldið fram að stjórn Stoða hefði samþykkt sölu TM til Kaldbaks en áður hafði komið fram að tilboð Kaldbaks væri upp á 42 milljarða króna.

Þorsteinn Már staðfesti að Kaldbakur hefði lagt fram tilboð í TM sem væri háð mörgum fyrirvörum og því væri fráleitt að tala um að sala hefði átt sér stað. Að öðru leyti sagðist hann telja að málið væri í höndum Landsbankans.