*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Fólk 23. ágúst 2019 11:38

Kaleb ráðinn til Mælibúnaðar

Tæknifyrirtæki í eigu verkfræðistofunnar Vista hefur ráðið Kaleb Joshua sem sölustjóra frá Korta hf.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tæknifyrirtækið Mælibúnaður sem sérhæfir sig í sölu á sjálfvirkum mælikerfum og mælibúnaði hefur ráðið Kaleb Joshua sem sölustjóra. Mælibúnaður er sjálfstætt starfandi fyrirtæki í eigu Verkfræðistofunnar Vista ehf.

Kaleb starfaði áður sem Viðskiptastjóri lykilviðskiptavina hjá KORTA hf og lætur af störfum eftir 8 ára starf. Kaleb  hefur um árabil unnið við sölustjórnun og markaðsmál ásamt viðskipta og áhættustýringu. Kaleb mun stýra áframhaldandi vöruþróun og sölustörfum fyrir Mælibúnað, meðal annars sölu mælitækja fyrir umhverfiseftirlit, veitukerfi, jarðtækni og orkueftirlit.

„Tækniframfarir í nemum og hugbúnaði hafa gert það að verkum að aldrei hefur verið auðveldara fyrir fyrirtæki að auka skilvirkni og hagkvæmni með upplýsingum frá mælitækjum að ýmsu tagi,“ segir Þórarinn Örn Andrésson, framkvæmdastjóri Mælibúnaðar ehf. í fréttatilkynningu.

„Við hjá Mælibúnaði sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir íslensk fyrirtæki. Kaleb er öflug viðbót við starfsemi Mælibúnaðar og mun hann gegna lykilhlutverki í að kynna nýjustu tækni í mælingum fyrir Íslendingum.“