© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Sala á kampavíni hefur dregist saman um 70% frá árinu 2007 en í fyrra seldust 6.600 flöskur af kampavíni í Vínbúðinni samanborið við 22.100 flöskur árið 2007. Sala á kampavíni hefur dregist saman á hverju ári frá árinu 2007 og var mestur samdráttur milli áranna 2009 og 2008 eða tæp 50% þegar salan fór úr 15.800 flöskum í 8.200 flöskur á ári.

Milli áranna 2009 og 2010 var 20% samdráttur. Mest seldu tegundirnar í fyrra voru Veuve Clicquot og Bollinger og eru þessar tvær tegundir um helmingur seldra kampavínsflaskna.