Lyf og heilsa, sem er í eigu Karls og Steingríms Wrnerssonar, hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár frá árinu 2007. Félagið sem á Lyf og heilsu, Aurláki, sem er í eigi þeirra bræðra, hefur aldrei skilað inn ársreikningi frá stofnun þess árið 2008.

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er markaðshlutdeild Lyf og heilsu á bilinu 30-35%. Samtals eru 63 lyfjabúðir á Íslandi og þar aaf eru 24 í eigu Lyf og heilsu en 18 í eigu Lyfju.

Þrotabú Milestone rekur nú mál fyrir dómi til þess að fá verðmæti fyrir Lyf og heilsu, sem var í eigu dótturfélags Milestone. Lyf og heilsa var seld Aurláki vorið 2008 en fram hefur komið í fréttum að greiðsla kaupverðs hafi verið óvenjuleg að því leyti að Aurláki hafi yfirtekið skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og þess í stað fengu Lyf og Heilsa kröfu í Aurláka fyrir 970 milljónir. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að sú krafa var framseld til félagsins Leiftri ltd sem er einnig í eigu Karls og Steingríms. Því losnaði Aurláki undan skuld við Milestone en Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra því kaupverðið var greitt með lækkun skuldar og með því að Milestone lánaði Leiftra fyrir kaupverðinu.