Fyrir rúmum átján árum stóð Katrín Jakobsdóttir á ákveðnum tímamótum en þá hafði hún lokið við sitt síðasta próf úr Menntaskólanum við Sund. Í viðtali við DV í tilefni prófloka, sem bar fyrirsögnina „Verð alltaf að gera mitt besta“, sagði Katrín að það væri heilmikill léttir fyrir hana að vera búin, próftíminn hafi staðið yfir í mánuð og að honum fylgi alltaf heilmikil pressa.

Spurð um framtíðaráform var Katrín enn óviss en hún sagðist vilja stefna á háskólanám í frönsku og rússnesku.

Á endanum lauk hún BA-prófi í íslensku með frönsku sem aukagrein og síðar meistarapróf í íslenskum bókmenntum.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 11. september 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .