Fjárfestingafélagið Katla hefur lokað framvirkum samningi í FL Group hjá Landsbanka Íslands og selt bréf sín til nýlega stofnaðs félags sem heitir Icon ehf., segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Viðskiptin voru gerð með framvirkum samningi.

Katla er í eigu Magnúsar Ármanns, Kevin Stanfords og Sigurðar Bollasonar. Icon er í eigu sömu aðila, auk Þorsteings M. Jónssonar og allir fjórir eru stjórnarmenn í FL Group.

Viðskiptin fóru fram á genginu 16,67 krónur á hlut og eftir þau eru 473.259.388 hlutir í eigu Icon. Katla átti fyrir 448.487.889 hluti í FL Group. Lokagengi FL Group í gær var 13,85 krónur á hlut.