Katrín Ólafsdóttir sagði sig úr stjórn Íbúðalánasjóðs um síðustu helgi. Þar sat hún sem stjórnarformaður. Ástæðan er, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði, sú að hún hefur tekið sæti í Peningastefnunefnd Seðlabankans. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag tekur hún við sæti dr. Anne Sibert, sem hafði setið í nefndinni síðan í mars árið 2009.

Katrín, sem er lektor við Háskólann í Reykjavík,  hefur setið í stjórn Íbúðalánasjóðs síðan í janúar í fyrra. Velferðarráðherra hefur ekki skipað eftirmann Katrínar. Sjöfn Ingólfsdóttir, varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, tekur sæti Katrínar þangað til.