Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands þann 11. febrúar næstkomandi, en framboðsfrestur er nú liðinn. Katrin Olga staðfesti það nýlega í samtali við Viðskiptablaðið að hún ætlaði að bjóða sig fram til formennsku í ráðinu. Hún er nú stjórnarformaður Já ehf. og situr í stjórn Viðskiptaráðs.

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið að Katrín Olga væri ein í framboði. Katrín mun því vera næsti formaður ráðsins, en engar lágmarkskröfur eru um fjölda atkvæða í lögum Viðskiptaráðs. Katrín Olga mun vera fyrsta konan sem nær kjöri sem formaður ráðsins

Hreggviður Jónsson hefur verið formaður Viðskiptaráðs síðastliðin fjögur ár, en samkvæmt lögum ráðsins er formanni óheimilt að sitja lengur en fjögur ár samfleytt.