Eitt prósent hlutafjár Icelandair Group skipti um hendur í gær. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu . Leitt er líkum að því að viðskiptin tengist aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 3. mars næstkomandi.

Andvirði keyptra hluta nam 800 milljónum króna ef gengið sem miðað var við gengið 16. Eins og áður hefur verið fjallað um reyndi ónafngreindur fjárfestir nýverið að kaupa 3% hlut í Icelandair og hefði greitt 2,3 milljarða fyrir, en kaupin gengu ekki í gegn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um sama aðila að ræða og var það Kvika banki sem annaðist milligöngu viðskiptanna að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði í gær, eða um 0,47% í talsvert miklum viðskiptum, eða 1,5 milljarða viðskiptum. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 16,03 krónum.