*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 30. mars 2012 11:35

Kaup MP á Alfa samþykkt

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt samruna Alfa verðbréfa við MP banka. MP banki keypti fyrirtækið í fyrrasumar.

Ritstjórn

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt samruna Alfa verðbréfa við MP banka. MP tekur við öllum réttindum og skyldum Alfa, sem nú starfar sem dótturfélag bankans.

Tilkynnt er um þetta á vefsíðu FME.

MP banki keypti Alfa verðbréf síðastliðið sumar. Þá tók Sigurður Atli Jónsson við sem forstjóri MP. Hann var áður forstjóri Alfa verðbréfa en hann stofnaði félagið árið 2004 ásamt Brynjólfi J. Baldurssyni. Hann tók við stöðu forstjóra félagsins. 

Sigurður Atli Jónsson, sem tók við stóli forstjóra MP banka í kjölfar kaupa bankans á Alfa Verðbréfum í fyrrasumar.