*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 16. febrúar 2018 14:20

Kaup Nova á Símafélaginu flugu í gegn

Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir við sameiningu Nova og Símafélagsins og segir hana ekki raska samkeppni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið segir að þó markmið með samruna Nova og Símafélagsins séu að búa til eitt símafélag þá sjái stofnunin ekki ástæðu til að aðhafast. 

Áherslur fyrirtækjanna séu nokkuð ólíkar og ekki megi merkja að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist með samrunanum að því er greint er frá á vef eftirlitsins.

Meðal atriða sem þar er talið upp er að:

  • Starfsemi Nova hf. felur aðallega í sér að veita farsímaþjónustu en meginstarfsemi Símafélagsins ehf. er rekstur fastanets í tengslum við talsíma- og Internetþjónustu. Af framangreindu má sjá að áherslur í starfsemi samrunaaðila er með nokkuð ólíkum hætti á fjarskiptamarkaði. 
  • Markmið með samrunanum er að sameina tvö fjarskiptafélög í eitt sem verði betur í stakk búið en áður til þess að láta að sér kveða í þjónustu við fyrirtæki, einstaklinga og heimili. Þá fái hið sameinaða félag aukin tækifæri til að ná árangri við að veita alhliða fjarskiptaþjónustu, þ.e. farsíma-, Internet- og eftir atvikum talsímaþjónustu.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is