Hollenski bankinn NIBC, sem Kaupþing tók yfir í morgun í viðskiptum upp á þrjá milljarða evra, hefur hingað til tapað 137 milljónum evra á áhættusömu húsnæðislánasafni sínu sem samanstendur af áhættusömum (e. sub-prime) lánum. Forsvarsmenn NIBC telja að frekara tap muni ekki hljótast af fjárfestingunni, en engu að síður sömdu Kaupþing um að fyrri eigendur NIBC, JC Flowers, muni halda eftir lánasafninu.

Kaupþing mun þannig ekki hljóta skaða af hugsanlegum frekari vanskilum á bandarískum húsnæðislánamarkaði.