Tæknifyrirtækið Skaginn hf. á Akranesi hefur keypt fyrirtæki í plötufrystingu á Ítalíu og hefur uppi áform um flutning þess hingað til lands.

Skaginn, sem veltir 800 milljónum króna á ári, vinnur að þróun lausna fyrir sjávarútveg og er nú þegar ráðandi í vinnslu uppsjávarfisks. Félagið hefur meðal annars séð um allan tæknibúnað fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupsstað. Tæknin eykur afköst gríðarleg og hægt að nýta miklu meira til manneldis en áður var.

Skaginn vinnur nú að ýmsum nýjungum. Ein slík er sérstök lína sem ofurkælir flök án þess að frysta fiskinn og auðveldar mjög alla vinnslu, og gerir því kleift að vinna og nýta hráefnið miklu betur. Nú þegar er ein lína komin í íslenska vinnslustöð.

Möguleikar Skagans felast ekki síst í því að búnaður og lausnir fyrirtækisins duga ekki aðeins fyrir sjávarútveg, heldur líka til kjötvinnslu eins og hefur verið reyndin með Marel.